Erlent

Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost

Jónas Haraldsson skrifar
Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum.

Fjölmargir skólar hafa verið lokaðir og sjúkrahús hafa þurft að reiða sig á starfsfólk frá læknisþjónustu hersins. Um 600 hjúkrunarfræðingum sem tóku þátt í verkfallinu hefur verið sagt upp störfum en stjórnvöld segja þátttöku þeirra í verkfallinu ólöglega. Stéttarfélgin hafa krafist þess að hjúkrunarfræðingarnir fái störf sín aftur.

Upphaflega kröfðust stéttarfélög 12 prósenta hækkunar en undanfarið hafa þau gefið til kynna að þau séu tilbúin að fara niður í níu prósent hækkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×