Formúla 1

Alonso líður betur í herbúðum McLaren

Alonso og Hamilton hafa notið velgengni í byrjun tímabils
Alonso og Hamilton hafa notið velgengni í byrjun tímabils AFP

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að sér líði betur í herbúðum McLaren nú en honum gerði fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum á dögunum. Ástæðuna segir hann vera þá að liðið hafi tekið betur á smáatriðunum í umgengni sinni við ökumennina.

Alonso tjáði gremju sína í spænskum fjölmiðlum fyrir rúmri viku þar sem hann sagði enska liðið hampa hinum unga Lewis Hamilton frekar en sér því hann væri heimamaður. Hann segir að eftir að hann vakti athygli á þessu - hafi liðið tekið sig saman í andlitinu.

"Síðan þá hafa menn hjá liðinu farið að einbeita sér meira að smáatriðunum. Þeir sýndu betri mannasiði í síðustu keppni og þar var komið jafnt fram við báða ökumenn," sagði Alonso ánægður í samtali við spænska útvarpsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×