Erlent

H5N1 finnst í Tékklandi

Aron Örn Þórarinsson skrifar

H5N1 afbrigði fuglaflensunnar fannst í kalkún á bóndabæ í Tékklandi í dag. Hermenn, lögreglumenn og dýralæknar hafa afgirt bóndabæinn þar sem veiran fannst. Veiran fannst um 150 kílómetra frá höfuðborginni Prag.

Staðfest hefur verið að um H5N1 afbrigði veirunnar sé að ræða, en það afbrigði getur reynst banvænt. Um 1600 kalkúnar af 6000 hafa drepist af völdum veirunnar. H5N1 breiðist á milli fugla en sérfræðingar hræðast að veiran þróist upp í að ganga manna á milli. Fram til þessa hafa flest tilfelli sem viðkoma fólki verið tengt beint til fugla.

Í dag dó 28 ára kona frá Víetnam úr veirunni og hafa því 44 látið lífið af völdum veirunnar í Víetnam frá árinu 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×