Erlent

Átökunum í Nahr el-Bared lokið

Á myndinni sést reykur stíga upp frá flóttamannabúðunum þegar átökin stóðu sem hæst.
Á myndinni sést reykur stíga upp frá flóttamannabúðunum þegar átökin stóðu sem hæst. MYND/AFP

Stjórnvöld í Líbanon segjast hafa unnið sigur í baráttunni við uppreisnarmenn í Fatah al-Islam. Fylkingarnar hafa barist í rúman mánuð. Klerkar sem hafa gegnt hlutverki sáttasemjara segjast að Fatah al-Islam hafi sæst á vopnahlé. Fleiri en 150 hafa látið lífið í átökunum, sem eru þau umfangsmestu síðan borgarastyrjöldinni í Líbanon lauk árið 1990.

Varnarmálaráðherra Líbanon sagði að þrátt fyrir að átökum væri lokið myndu þeir halda áfram að eltast við leiðtoga uppreisnarmanna en þeir hafast við í flóttamannabúðunum Nahr el-Bared. Rúmlega 30 þúsund bjuggu í búðunum áður en átökin hófust en núna hafast aðeins rúmlega tvö þúsund manns við í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×