Erlent

Bush tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Forseti Bandaríkjanna, George Bush, tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn. Forseti Víetnam, Nguyen Minh Triet, er fyrsti leiðtogi landsins til að heimsækja Bandaríkin síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Heimsóknin er sögð vera stórt skref fyrir bæði lönd til að jafna sig á sáraukafullri fortíð.

Forseti Víetnam, sem kom til Bandaríkjanna í gær, hefur sérstaklega áhuga á að ræða um að koma á viðskiptasambandi við Bandaríkin. Bush mun meðal annars ræða skort á mannréttindum í Hanoi, höfuðborg Víetnam.

Bush varð annar bandaríski forsetinn, á eftir Bill Clinton, til að ferðast til Víetnam eftir stríðið, þegar hann fór síðastliðinn nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×