Erlent

Túristum til Sri Lanka fækkar

NordicPhotos/GettyImages

Túristum sem ferðast til Sri Lanka hefur fækkað um 40% síðan í mái á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs eru aðeins 23,4% búnir að ferðast til eyjunnar af þeim fjölda sem hafði ferðast til Sri Lanka fyrstu fimm mánuðina á síðasta ári. Hótel hafa ekki undan því að svara símtölum fólks sem eru að afpanta herbergi.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er borgarastyrjöld sem ríkir í landinu á milli ríkisstjórnar og Tamíl tígranna. 70.000 manns hafa látið lífið síðan 1983, þar af um 4500 síðasta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×