Segir Manhunt 2 vera listaverk 22. júní 2007 15:31 Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins. Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins.
Mest lesið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira