Erlent

Gordon Brown orðinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Gordon Brown og kona hans Sarah mæta til fundarins í Manchester.
Gordon Brown og kona hans Sarah mæta til fundarins í Manchester. MYND/AP

Gordon Brown tók nú á þriðja tímanum við embætti leiðtoga Verkamannaflokksins á fundi sem enn stendur yfir í Manchester. Harriet Harman var kosin varaformaður flokksins, en sex sóttust eftir embættinu.

Brown bauð sig fram gegn Tony Blair í formannssætið árið 1994, en var hvattur til að draga sig í hlé. Það mun hafa orðið til þess að spenna hefur gjarnan ríkt á milli þeirra þann áratug sem þeir hafa verið í framlínu breskra stjórnmála.

Brown sagði á fundinum að hann vildi réttlæta hvern dag í embættinu sem flokkurinn hefur treyst honum fyrir.

Hann mun sjálfkrafa verða forsætisráðherra þegar Tony Blair lætur af embættinu næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×