Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl 24. júní 2007 20:30 David Coulthard kann góða skýringu á velgengni McLaren liðsins NordicPhotos/GettyImages David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard. Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard.
Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira