Erlent

Bíómynd gerð um ævi Hugh Hefner

Hugh Hefner með stúlkunum sínum.
Hugh Hefner með stúlkunum sínum. MYND/AFP

Universal Pictures ætlar sér að gera kvikmynd byggða á ævi stofnanda tímaritsins Playboy, Hugh Hefner. Myndin mun bæði taka á þeim félagslegu málum sem hann hefur barist fyrir og frægari kynlífstengslum hans. Leikstjóri myndarinnar verður Brett Ratner en hann leikstýrði „Rush Hour" myndunum. Enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leika Hefner sjálfan.

Framleiðandi hennar verður Brian Grazer, sem framleiddi meðal annars myndina „A Beautiful Mind." Enn er verið að skrifa handritið að myndinni. Hefner seldi réttinn að ævisögu sinni til Grazer fyrir nokkrum árum síðan. Hefner lagði árið 1953 upp með 600 dollara og nokkrar myndir af Marilyn Monroe. Í dag hefur það orðið að einu mesta útgáfuveldi sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×