Sport

400 kílóa Hatton

Hatton sést hér fagna sigri eftir að hafa lagt Jose Castillo nýverið. Castillo fékk þá vænt útilátið högg í skrokkinn.
Hatton sést hér fagna sigri eftir að hafa lagt Jose Castillo nýverið. Castillo fékk þá vænt útilátið högg í skrokkinn. MYND/AFP
Vísindamenn reyndu á dögunum að mæla höggþunga hnefaleikamannsins Ricky Hatton. Hnefahögg Hattons braut hins vegar mælitækin.

Vísindamennirnir töldu upphaflega að hægri handar högg Hattons væri með 1.500 kílóa þungt - en í ljós kom að það er með um 400 kíló þunga. Það er þó tíu sinnum meira en hjá meðalmanni.

Hraðinn á höggum hans var einnig mældur og í ljós kom að hraðasta högg hans var á 51 kílómetra hraða. Það var á vinstri króknum sem Hatton hefur notað til þess að rota 30 af 42 andstæðingum sínum. Meðalhögghraði hjá Hatton var 40 kílómetra hraði en það gefur andstæðingum hans einn tíunda úr sekúndu til þess að koma sér frá högginu.

Búnaðinum sem mæla átti höggþyngd og hraða Hattons hafði verið komið fyrir innan í boxpoka sem Hatton átti síðan að lemja. Fyrsta högg hans var hins vegar svo þungt að búnaðurinn gaf sig. Vísindamennirnir notuðu þá aðrar aðferðir til þess að reikna út þungann.

Að lokum má geta þess að þeir komust að því að höggþungi Hattons er tvöfalt meiri en skotkraftur meðalleikmanns í ensku úrsvalsdeildinni í knattspyrnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×