Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. júní 2007 12:59 Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira