Erlent

Hitabylgja í Evrópu kostar 31 mannslíf

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Að minnsta kosti 31 hefur látið lífið síðustu daga vegna hitabylgju sem gengið hefur yfir í suðausturhluta Evrópu. Hitinn mældist víða 45 gráður í Grikklandi í dag þar sem almenningsþjónustu og fyrirtækjum var víða lokað. Hitinn var það mikill að eldur kviknaði í rafmagnslínum og olli rafmagnsleysi.

Sítrónuuppskera á Sikiley er í hættu og hundruð hafa flúið heimili sín á Ítalíu og Grikklandi vegna skógarelda. Í Búkarest höfuðborg Rúmeníu féllu tæplega 80 manns í yfirlið á götum borgarinnar og malbik bráðnaði. Veðurfræðingar spá vindi á morgun og þá er búist er við að hitinn lækki lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×