Brown kominn í Downingstræti Jónas Haraldsson skrifar 27. júní 2007 06:55 Gordon Brown kemur út af fundi með drottningunni í Buckinghamhöll. MYND/AP Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Gordon Brown kominn í Downingstræti frá Buckingham höll þar sem hann var skipaður forsætisráðherra. Hann fór á fund Elísabetar annarrar, Englandsdrottningar, núna eftir hádegið og þáði starfið formlega úr hendi hennar. Blair sagði í síðasta fyrirspurnartíma sínum á breska þinginu í dag að tveggja ríkja lausn fyrir Ísrael og Palestínu verði að fá forgang umfram allt annað. Búist er við því að hann verði skipaður sérstakur erindreki Fjórveldanna síðar í dag en þau tilkynntu rétt í þessu að sátt hefði náðst um hver yrði erindreki og hver það yrði myndi verða tilkynnt síðar í dag. Blair sagði sitt hlutverk, þegar og ef hann fær hlutverk erindreka, að ná sátt í alþjóðasamfélaginu um hvað skuli gera í málefnum Ísraels og Palestínu. Hann sagði þetta vera mögulegt en ef árangur ætti að nást þyrfti mikla einbeitingu og enn meiri vinnu. Þegar Blair yfigaf þingsal í síðasta sinn kvaddi þingheimur hann með dynjandi lófaklappi. Hann hafði áður hnykkt út með eftirfarandi setningu, „I wish all good luck, friend or foe, and that is that. The end," Hann hvarf síðan á braut til Buckinghamhallar þar sem hann sagði síðan af sér.Brown tekur við í dagGordon Brown er nú á leið til fundar við Englandsdrottningu til þess að taka við embætti sem forsætisráðherra Bretlands.Blair yfirgaf Downingsstræti 10 fyrir fullt og allt að loknum síðasta fyrirspurnatíma sínum í dag. Búist er við að hann tilkynni einnig að hann hætti sem þingmaður Verkamannaflokksins.Talið er að Brown byrji á því að stokka upp í ríkisstjórninni og útnefni nýjan fjármalaráðherra og einnig nýjan innanríkisráðherra. Samkvæmt fréttavef BBC er líklegt að iðnaðarráðherrann Alistair Darling sem er náinn bandamaður Browns verði skipaður næsti fjármálaráðherra. John Reid innanríkisráðherra mun segja af sér.Búist er við að frekari uppstokkun ríkisstjórnarinnar verði ljós á fimmtudag.Brown sem hefur verið fjármálaráðherra frá því að Blair varð forsætisráðherra 1997 hefur sagt að menntun og húsnæðismál verði aðaláherslur hans. Úrbætur á heilbrigðiskerfinu hljóta þó forgang á allt annað.Smellið hér til þess að fylgjast með atburðarásinni.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira