Erlent

Uppblástur alvarleg umhverfisvá

Tugir milljóna gætu þurft að flýja heimili sín vegna uppblásturs, sérstaklega í Afríku sunnan Sahara og Mið-Asíu, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að vegna loftslagsbreytinga séu stór svæði, sem áður voru gróði vaxin, að breytast í eyðimerkur.

Fullyrt er að nærri 50 milljónir gætu þurft að flýja landsvæði sín innan næstu tíu ára. Rányrkja á landinu er einnig einn af þáttunum sem að er að eyðileggja grænu svæðin. Skýrslan minnist hins vegar á að sú einfalda aðgerð að planta fleiri trjám, geti aðstoðað í baráttunni við uppblásturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×