Erlent

Skakki turninn ekki svo skakkur

Skakki turninn í Písa er ekki jafn skakkur og áður eftir að verkfræðingar luku við björgunaraðferðir á honum. Turninn, sem var við að hrynja, hefur verið réttur við um 45 sentimetra og er nú í sömu stöðu og hann var árið 1838. Jarðvegur var tekinn undan þeirri hliðinni, sem hallaði frá, með þeim árangri að hann rétti sig við. 

14 manna lið verkfræðinga tók þátt í aðgerðunum. Þess má geta að Skakki turninn er reyndar sveigður. Strax við byggingu hans fór turninn að halla og reyndu þeir sem hann byggðu að vinna þannig á móti hallanum.

Turninum var lokað fyrir ferðamönnum árið 1990 af ótta við að til alvarlegs slyss gæti komið. Fjórir ferðamenn létu lífið þegar svipaður turn hrundi á Ítalíu árið 1989. Nú er Skakki turninn hins vegar opinn almenningi og er hleypt inn í turninn í fámennum hópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×