Erlent

Flóttafólkið komið til Möltu

Guðjón Helgason skrifar

Yfirvöld á Möltu hafa tekið við 20 flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi.

Birgir Sigurjónsson, eigandi Eyborgar, sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi harðneitað að fara að vilja Möltumanna um að sigla með fólkið til Líbíu. Á vefsíðu blaðsins Times of Malta segir að svo virðist sem afskipti Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og íslenskra yfirvalda hafi valdið sinnaskiptum ráðamanna á Möltu ekki síður en neitun útgerðar og áhafnar Eyborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×