Erlent

Talið að al-Kaída beri ábyrgð á árásinni í Yemen

Hér sést bíllinn eftir árásina
Hér sést bíllinn eftir árásina MYND/AP

Talið er að al-Kaída samtökin beri ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem framin var við hið forna Queen og Sheba musteri í héraðinu Marib í Yemen. Níu létust í árásinni þar af sjö spænskir ferðamenn. Auk þess særðust sex til viðbótar.

Meðlimir al-Kaída samtakanna höfðu samband við stjórnvöld í Yemen fyrir árásina og kröfðust þess að meðlimir hópsins yrðu leystir úr fangelsi. Þeir hótuðu við sama tækifæri árásum. Þess var einnig krafist að stjórnvöld í Yemen endurskoðuðu samvinnu sína við stjórnvöld í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×