Erlent

Húsið í Lystrup sprengt

Guðjón Helgason skrifar

Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki.

Í viðtali við vefútgáfu Jótlandspóstsins segir Jørgen Schneiders, danskur sprengjusérfæðingur, að líkast til hafi sprengjan verið gerð úr krýsantema, sem er jurtategund, og ólíklegt að bensín hafi verið notað við sprengjugerðina því enginn eldur hafi kviknað.

Fyrrverandi leigjandi í húsinu var yfirheyrður í gær en honum hafði verið gert að flytja vegna vangoldinanr leigu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×