Erlent

Átök í Íslamabad

Guðjón Helgason skrifar

Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir.

Deilur hafa staðið í hálft ár milli klerka og námsmanna í moskunni og nálægum skólum - og stjórnvalda. Klerkar í moskunni vilja að Sharía lögum verði framfylgt að hörku. Til átaka kom í dag þegar námsmenn réðust að vaktstöð lögreglu nærrri moskunni og voru sumir námsmannanna vopnaðir.

Óvíst er hvernig deilurnar þróast nú, en stjórnmálaskýrendur telja að almenningur snúist gegn klerkunum vegna mannfalls meðal ungra námsmanna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×