40 hafa náð draumahögginu í ár 4. júlí 2007 13:36 NordicPhotos/GettyImages Það sem af er golfvertíð 2007 eru komnar 40 tilkynningar til skrifstofu GSÍ um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa eflaust náð draumahögginu í ár en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði og sent til GSÍ. Á meðan að svo er ekki er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum og því ekki skráð.Af síðustu 14 tilkynningum um holu í höggi til GSÍ koma sex þeirra frá Urriðavelli. Júlíus Júlíusson úr GR var að fara holu í höggi í fjórða sinn. Alexander Högnason, fyrrum knattspyrnukappi frá Akranesi, fór holu í höggi í fyrsta sinn á sínum heimavelli. Þá kom ein tilkynning um holu í höggi frá hinum fræga golfvelli í Svíþjóð, Albatros Golf Club, en það gerði Halldór Ingvason úr GR. Við óskum öllum þeim sem farið hafa holu í höggi í ár til hamingju með draumahögg allra kylfinga.Allar reglur um hvað gera skal þegar einhver fer holu í höggi má finna á síðu Einherja á golf.is og þar má einnig nálgast skjalið sem þarf að fylla út og senda til GSÍ. Það er einnig til undir Skjöl í gögnum GSÍ á golf.is. Flest allir golfklúbbar á landinu eru einnig með þessi eyðublöð í sínum fórum og má því fylla þau út á staðnum.Smelltu hér til að sjá lista yfir þá sem hafa náð draumahögginu í ár. Frétt af kylfingur.is Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það sem af er golfvertíð 2007 eru komnar 40 tilkynningar til skrifstofu GSÍ um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa eflaust náð draumahögginu í ár en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði og sent til GSÍ. Á meðan að svo er ekki er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum og því ekki skráð.Af síðustu 14 tilkynningum um holu í höggi til GSÍ koma sex þeirra frá Urriðavelli. Júlíus Júlíusson úr GR var að fara holu í höggi í fjórða sinn. Alexander Högnason, fyrrum knattspyrnukappi frá Akranesi, fór holu í höggi í fyrsta sinn á sínum heimavelli. Þá kom ein tilkynning um holu í höggi frá hinum fræga golfvelli í Svíþjóð, Albatros Golf Club, en það gerði Halldór Ingvason úr GR. Við óskum öllum þeim sem farið hafa holu í höggi í ár til hamingju með draumahögg allra kylfinga.Allar reglur um hvað gera skal þegar einhver fer holu í höggi má finna á síðu Einherja á golf.is og þar má einnig nálgast skjalið sem þarf að fylla út og senda til GSÍ. Það er einnig til undir Skjöl í gögnum GSÍ á golf.is. Flest allir golfklúbbar á landinu eru einnig með þessi eyðublöð í sínum fórum og má því fylla þau út á staðnum.Smelltu hér til að sjá lista yfir þá sem hafa náð draumahögginu í ár. Frétt af kylfingur.is
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira