Formúla 1

Hamilton á ráspól á heimavelli

Alonso, Hamilton og Raikkönen voru í sérflokki í dag
Alonso, Hamilton og Raikkönen voru í sérflokki í dag NordicPhotos/GettyImages

Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren heldur áfram að stimpla sig inn í metabækurnar í Formúlu 1 og í dag náði hann besta tíma í tímatökunum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone-brautinni á morgun.

Hamilton náði besta tíma á síðasta hring sínum í tímatökunni þegar hann náði að skjótast fram úr Finnanum Kimi Raikkönen í blálokin. Fernando Alonso var með besta tímann framan af tímatökum en náði að lokum þriðja besta tímabum. Felipe Massa hjá Ferrari náði fjórða besta tímanum, en það er sem fyrr hinn 22 ára gamli Hamilton sem stelur senunni og getur nú náð þeim árangri að vinna sína fyrstu keppni á heimavelli. Hamilton hefur náð á verðlaunapall í fyrstu 8 keppnum sínum á ferlinum sem er hreint út sagt ótrúlegur árangur sem enginn hefur komist nálægt áður í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×