Erlent

Mýs að æra Kínverja

Guðjón Helgason skrifar

Hagamýs í milljarðatali eru nú að æra íbúa í Hunang-héraði í Kína. Tveir milljarðar músa hafa eyðilagt uppskeru í tuttugu og tveimur sýslum. Mýsnar lögðu land undir fót þegar heimkynni þeirra nærri fljótunum Jangtse og Dontíng í miðju Kína eyðilögðust í miklum flóðum.

Samkvæmt kínverskum miðlum hafa íbúar drepið rúmlega tvær milljónir músa og byggt veggi og grafið skurði til að halda þeim frá ræktarlandi. Óttast er að músum fjölgi stórum á þessu svæði þar sem spáð er frekari flóðum í heimahögum litlu ferfætlinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×