Erlent

Rússar svara fyrir sig á hádegi

Jónas Haraldsson skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. MYND/AFP

Rússneska utanríkisráðuneytið ætlar sér að gefa frá sér yfirlýsingu varðandi samband Bretlands og Rússlands á hádegi í dag. Undanfarna mánuði hefur samband ríkjanna tveggja versnað verulega. Mál fyrrum njósnarans Alexander Litvinenko, sem myrtur var með geislavirka efninu pólóníum 210 í Lundúnum, er ein helsta ástæða þess.

Bretar hafa krafist þess að Rússar framselji þann sem þeir gruna um glæpinn svo hægt sé að rétta yfir honum í Bretlandi. Rússar neituðu því nýverið og til þess að svara því þá ráku Bretar fjóra erindreka Rússa úr landi. Þeir hættu einnig viðræðum um einföldun á vegabréfsáritun.

Búist er við svipuðum aðgerðum frá Rússum. Talið er að þeir muni reka fjóra breska erindreka frá Rússlandi og hugsanlega hætta samvinnu við Breta á einhverjum sviðum. Viðskiptaráðherra Rússa hefur þó sagt að ekkert verði gert sem gæti komið niður á viðskiptalegum tengslum landanna tveggja en þau hafa aldrei verið umfangsmeiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×