Golf

Tiger sló í höfuðið á konu

Tiger Woods biður konuna afsökunar á höggi sínu
Tiger Woods biður konuna afsökunar á höggi sínu AFP

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods varð fyrir því óláni að slá bolta sínum í höfuðið á sextugri konu á sjöttu brautinni á opna breska í dag. Ekki var skotið þó með öllu mislukkað því boltinn hrökk af höfði konunnar og inn á brautina á ný. Woods baðst að sjálfssögðu afsökunar og gaf konunni áritaðan hanska í miskabætur. Sauma þurfti tvö spor í höfuð hennar.

Woods hefur annars gengið þokkalega á mótinu og lék á einu höggi undir pari í dag. Það er sem fyrr Spánverjinn Sergio Garcia sem er í forystu á mótinu á 9 höggum undir pari og er hann að leika einstaklega vel. Bandaríkjamaðurinn Steve Sticker lék best allra í dag og er kominn í annað sætið á sex undir eftir frábæran hring í dag þar sem hann jafnaði vallarmetið með því að leika á 64 höggum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×