Formúla 1

Alonso skammaði Massa

Alonso fagnar sigrinum í dag en Massa stendur brúnaþungur álengdar
Alonso fagnar sigrinum í dag en Massa stendur brúnaþungur álengdar AFP

Heimsmeistarinn Fernando Alonso vandaði Brasilíumanninum Felipe Mass ekki kveðjurnar í dag eftir að hann landaði sigrinum í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 á Nurburgring. Alonso skammaði Massa fyrir glæfralegan akstur í æsilegu einvígi þeirra um sigurinn.

Alonso var sagður hafa verið mjög æstur þegar hann steig út úr bíl sínum eftir sigurinn og benti keppinaut sínum Massa á dekkjaför á bílnum sínum sem komu eftir að bílar þeirra rákust saman í látunum. Bílarnir rákust að minnsta kosti tvisvar saman.

Alonso lét sér fátt um finnast á verðlaunaafhendingunni þar sem hann tók við sigurlaununum úr höndum fyrrum keppinautar síns Michael Schumacher. Alonso bað Massa síðar afsökunar á látunum í sér, en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Spánverjinn segir Massa sína skoðun á aksturslagi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×