Tónlist

Lokatónleikar "Tónaregns í Reykjavík"

Í kvöld verða haldnir tónleikar í Dómkirkjunni til styrktar minningarsjóði um Susie Rut Einarsdóttur. Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason mynda dúóið Para-Dís og hafa í sumar unnið hjá Hinu húsinu í Reykjavík að verkefni sem þau nefna "Tónaregn í Reykjavík".

Nú er komið að lokahluta verkefnisins en það eru tónleikar til styrktar minningarsjóði um Susie Rut Einarsdóttur sem lést þann 18. júní síðastliðinn 22 ára að aldri. Vinir hennar standa að stofnun sjóðsins og vinna þeir nú hörðum höndum að undirbúningi, en stjórn sjóðsins, stofnskrá hans og þau verkefni sem sjóðurinn hyggst beita sér fyrir verða kynnt í ágústmánuði.

Mun sjóðurinn einkum beita sér fyrir því að styðja við verkefni sem annars vegar stuðla að forvörnum gegn notkun fíkniefna meðal ungs fólks í áhættuhópum og hins vegar verkefni til stuðnings þeim sem hafa lent á braut fíkniefna og vilja vinna sig út úr þeim.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og standa til 21:00. Aðgangseyrir er 1500 kr. sem rennur sem fyrr segir óskiptur í minningarsjóðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.