Golf

Birgir Leifur í 20. sæti yfir hittnar flatir á evrópsku mótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að slá boltann nokkuð vel á evrópsku mótaröðinni og sést það vel þegar skoðuð er tölfræðisíða mótaraðarinnar. Hann er í 20. sæti á listanum yfir þá sem hafa hitt flestar flatir að meðaltali í réttum höggafjölda með 13,1 flöt hitta að meðaltali.

Efstur á listanum er Angel Cabrera með 14,2 flatir hittar. Margir stórkylfingar eru fyrir neðan Birgi á listanum og þá má nefna Sergio Garcia, Colin Montgomerie og Padraig Harrington. Birgir Leifur er með meðalskor upp á 71,44 högg í ár og er hann í 72. sæti á listanum þar.

Birgir Leifur er hins vegar í 181. sæti á mótaröðinni en til þess að hann haldi þáttökurétt á mótaröðinni þarf hann að komast í 115. sæti.

Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×