Golf

Greame Storm með tveggja högga forystu á PGA mótinu

NordicPhotos/GettyImages

Graeme Storm, er efstur eftir fyrsta dag á PGA meistaramótinu eftir að hafa spilað á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og engan skolla á hinn erfiða Southern Hills völlinn en aðeins 12 kylfingar náðu að spila undir pari á fyrsta hring.

John Daly er næstur á eftir Storm en hann spilaði á þremur höggum undir pari eða á 67. Tiger Woods spilaði hins vegar á 71 höggi en hann var kominn þrjá undir pari á fyrri níu holunum en fékk svo fimm skolla á lokaholunum.

Graeme Storm sem er 29 ára gerðist atvinnumaður árið 2000. Hann vann sinn fyrsta sigur á evrópsku mótaröðinni nú í ár. Hann komst inn á mótaröðina eftir að hafa lent í þriðja sæti á Áskorenda mótaröðinni í fyrra.

Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×