Kapphlaup um Norðurpólinn Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:12 Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni. Erlent Fréttir Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. Samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land Norðurpólinn eða hafsvæðið þar í kring. Fimm ríki liggja þar að, Bandaríkin, Grænland og þar með Danmörk, Kanada, Noregur og Rússland. Samkvæmt samkomulgai nær yfirráðasvæði landanna ekki lengra en sem nemur tvö hudnruð sjómílum frá norðurströnd landanna. Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna en það hafa hin ríkin fjögur gert. Samkvæmt honum hefur ríki áratug til að gera kröfu til landsvæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu. Sá frestur er ekki runninn út hvað Dani og Kanadamenn varðar en Rússar og Norðmenn hafa gert formlegar kröfur til hluta svæðisins. Rússar fóru fyrr í mánuðinum með þjóðfánasinn í kafbát á hafsbotn undir Norðurpólsísinn og komu honum þar fyrir til að styrkja sína kröfu. Danir senda á morgun hóp sérfræðinga í mánaðarlanga ferð á Norðurpólinn til að kortleggja hafsbotninn þar og er það liður í undirbúningi að þeirra kröfu. En af hverju er þetta sværði svona eftirsótt? Bandarískir sérfræðingar segja fjórðung af ónýttum olíu- og gasbirgðum heims þar að finna og þær vilja aðliggandi ríki komast í. Svo er þarna mikilvæg siglingaleið - svokölluð Norð vestur leiðin sem tengir saman Atlantshaf og Kyrrahaf. Leiðin er ísilögð á veturna og því illfær en því er spáð að hlýnun jarðar opni hana og fyrir vikið verði hún afar mikilvæg. Kanadamenn hafa gert kröfu til leiðarinnar en því hafa Bandaríkjamenn og önnur ríki mótmælt og segja um alþjóðlegt hafsvæði að ræða. Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, tilkynnti svo í gær að kanadísk stjórnvöld ætluðu að reisa tvær herstöðvar á norðursvæðum Kanada til að renna stoðum undir tilkall sitt til svæðisins í kringum Norðurskautið. Um er að ræða birgðastöð í bænum Nanisivik og þjálfunarbúðir í Resolute flóa, um 600 kílómetra suður af Norðurpólnum. Harper segir nýja ríkisstjórn Kanada skilja vel fyrstu meginreglu um fullveldi Norðurpólsins, það er að færa sér það í nyt eða tapa því. Pierre Leblanc, fyrrverandi herforingi í kanadíska hernum, þetta séu skýrar aðgerðir sem hafi opnað fyrir Norð vestur leiðina. Ómögulegt er að segja til um hvernig þetta kapphlaup endar en svartsýnustu menn segja að í sögunni hafi stríð verið háð af minna tilefni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira