Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:22 Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri. Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira