Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar Guðjón Helgason skrifar 11. ágúst 2007 19:22 Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri. Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. Breska blaðið Independent fjallar um erlend áhrif í enska boltanum í dag. Nærri helmingur liðana 20 í úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga þar af eitt, West Ham, í eigu Íslendinganna Eggert Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. 5 erlendir þjálfarar eru við stjórnvölin í deildinni og í fyrsta sinn er rúmur helmingur leikmanna útlendingar, rúmlega 330 leikmenn frá 66 þjóðlöndum, þar af 4 Íslendingar. Þeir voru aðeins 11 þegar úrvaldeildin var stofnuð fyrir 15 árum. Í sumar hefur Liverpool keypt 11 útlendinga, Manchester City að minnsta kosti 8, Bolton 7, Manchester United 4 og Arsenal 4 svo einhver lið séu nefnd. Lið geta keypt leikmenn fram að mánaðamótum og enn getur því fjölgað í hópi útlendinga. Það sama er upp á teningnum víðar í evrópuboltanum. Innan Evrópusambandsins hefur verið rætt að setja launaþak og takmarka fjölda útlendinga. Því hafa bresk stjórnvöld hafnað hingað til en það gæti breyttst. Breskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þróuninni og hvaða áhrif hún hefur á enska landsliðið í knattspyrnu. Það hefur dottið úr keppni í átta liða úrslitum í síðustu heimsmeistara- og evrópukeppni og rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá því að Englendingar urðu heimsmeistarar sem særir stolt þjóðar sem segir knattspyrnuna fædda í bakgarði sínum. James Purnell, menningarmálaráðherra og Arsenal stuðningsmaður, vill að félögin noti sjónvarpstekjur frekar til að styrkja ungliðastarf en að leita út fyrir landssteinana að leikmönnum. Talsmenn knattspyrnuliðanna segjast vilja ala upp stjörnur og spara peninga en það þurfi að verða við kröfu stuðningsmanna sem vilji það besta. Auk þess dragi þekktir erlendir hæfileikamenn á borð við Carlos Tevez hjá Manchester United og Dider Drogba hjá Chelse athygli að deildinni og þá verði aðsókn meiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira