Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 12:16 Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira