Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 12:16 Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan. Erlent Fréttir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. Ný ratsjárstöðin er í Lekhtusi nærri Sánkti Pétursborg tengist þessum áformum. Hún var tekin í gagnið í desember. Itar Tass fréttastofan rússneska hefur eftir Sergei Ivanov, vara forsætisráðherra, að hún hafi verið eitt og hálft ár í smíðum sem sé óvenju skammur tími. Áður hafi tekið fimm til níu ár að smíða slíkar stöðvar. Hægt er að hafa eftirlit með stóru svæði frá Norðurpólnum til Suður-Afríku í þessari nýju stöð. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti ratsjárstöðina í gær. Við það tækifæri sagði hann stöðina fyrsta áfanga í umfangsmikilli endurnýjun á eldflaugavarnarkerfi Rússa. Pútín vildi ekki greina nánar frá öðrum framkvæmdum en sagði að stefnt að því að kerfið verði tilbúið árið 2015. Önnur ratsjárstöð er í byggingu í Armavir í Suður-Rússlandi. Talið er að áform rússneskra stjórnvalda séu svar við áætlunum Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. Rússar eru andvígir þeim áformum þar sem slík stöð myndi draga úr jafnvægi í Evrópu auk þess sem hægt yrði að nota kerfið gegn Rússum. Rússar hafa jafnvel hótað að beina eldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu verði þessum áformum haldið til streitu. Bandaríkjamenn hafa sagt áhyggur Rússa óþarfar. Kerfinu verði beint gegn ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fálega í tilboð Rússa um að samnýta ratsjárstöð í Aserbaídsjan.
Erlent Fréttir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira