Tiger með þriggja högga forystu 12. ágúst 2007 13:18 Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi. Aðeins fimm kylfingar eru undir pari vallarins. Enn einn dagurinn í steikjandi hita rann upp í Tulsa í gær þar sem kylfingar léku þriðja hringinn á hinum erfiða Southern Hills velli. Tiger var í tveggja högga forystu fyrir gærdaginn og það átti lítið eftir að breytast. Tiger sem jafnaði vallarmetið í fyrrdag þegar hann lék annan hringinn á 7 höggum undir pari, paraði fimmtán af holunum átján í gær og fór hringinn á einu höggi undir pari. Hann hafði leikið 24 holur án þess að fá skolla þar til á fjórtándu holunni í gær. En litlu munaði þó að hann næði að bjarga pari þar. Þegar upp var staðið jókst forysta Tigers á toppnum í þrjú högg en hann er samtals á sjö höggum undir pari. Næstur á eftir honum kemur Kanadamaðurinn Stephen Ames á fjórum höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sem var í öðru sæti fyrir hringinn í gær náði sér ekki á strik og fór hringinn á fjórum höggum yfir pari og féll við það niður í sjötta sæti á parinu samtals. Aðeins fimm kylfingar eru undir parinu fyrir lokahringinn. Á eftir Tiger og Ames koma Bandaríkjamaðurinn Woody Austin, Ástralinn John Senden og Suður Afríkumaðurinn Ernie Els sem allir léku hringinn í gær á einu höggi undir pari. Bein útsending verður á Sýn frá lokahringnum í dag og hefst hún klukkan hálf sjö.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira