Laun hækka og miðaverð líka Guðjón Helgason skrifar 12. ágúst 2007 18:33 Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. Nær sumarlangri bið knattspyrnuþyrstra lauk í gær þegar bolta var fyrst sparkað í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þennan veturinn. Meðan beðið var skiptu miklar fjárhæðir um hendur um leið og leik menn færðu sig milli liða. Á sama tíma hafa laun þeirra hækkað og engar vísbendingar um að það breytist. Richard Scudamore, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, spáir því að innan þriggja ára verði vikulaun þeirra í deildinni sem mest fái tvö hundruð þúsund pund, jafnvirði tæplega tuttugu og sjö milljóna króna. Það er um níu milljónum króna meira en það sem mest er greitt í laun nú. Þetta þýðir að það verður dýrara fyrir stuðningsmenn að fylgjast með sínum mönnum á skjánum og enn dýrara að fara á völlinn. Duncan Adams, knattspyrnuáhugamaður sem skrifað hefur bók um fjármál félaga í úrvalsdeildinni, segir að þegar horft sé til þess að bestu sæti á heimavelli Arsenal kosti 94 pund sem sé meira en kosti að fljúga á leik hjá Barcelona frá Engalandi þá sé eitthvað að. Miðaverð mun almennt vera á bilinu þrjátíu til hundrað pund, jafnvirði fjögur til þrettán þúsund króna. Það þykir mörgum Breta dýrt. Aðsókn á leiki fór að minnka fyrir fimm árum en jókst aftur nokkuð í fyrr án þess þó að ná sömu hæðum og 2002 þegar hátt í fjórtán milljón manns fóru á völlinn á Englandi. Sum lið óttuðust það að auð sæti yrðu áberandi í beinum útsendingum þennan veturinn fækkaði gestum enn frekar. Því ákváðu tólf lið að halda sama verði á miðum áfram en Wigan fór þá leið að lækka verð á miðum. Það segir talsmaður Arsenal ef til vill eðlilegt. Mörg lið neðarlega í deildinni hafi að hans mati verðlagt sig of hátt. Þegar horft sé til þess hvar liðin hafi lent í deildinni og aðstöðu sem sé ekki eins góð hjá Arsenal þurfi að spyrja hvort þetta sé of dýrt. Það þurfi þessi lið að réttlæta og færa rök fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira