Formúla 1

Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Fernando Alonso og Michael Schumacher gætu mætt hvorum öðrum á knattspyrnuvellinum í framtíðinni.
Fernando Alonso og Michael Schumacher gætu mætt hvorum öðrum á knattspyrnuvellinum í framtíðinni. NordicPhotos/GettyImages

Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku.

Alonso segir að ástæðan fyrir þessu sé að hann vilji halda sér í formi. Alonso flutti til Sviss á síðasta ári og býr nú í villu í Mont-Sur-Rolle, skammt frá heimili Michael Schumacher. Schumacher leikur með FC Echichens, sem einnig er í þriðju deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×