Amy og eiginmaður hennar rispuð og marin eftir slagsmál 24. ágúst 2007 11:12 Parið á góðum degi MYND/Getty Amy Winehouse ver bónda sinn eftir að bæði sást og heyrðist til heiftarlegra rifrilda þeirra á milli á hóteli í London. Fjöldi mynda náðist af parinu þar sem Blake Fielder-Civil , eiginmaður Amy, var allur klóraður á andliti og hálsi og Amy marin með gat á hnénu og blóðbletti á skónum. Perez Hilton konungur slúðursíðanna fjallaði um málið á hinni víðlesnu heimasíðu sinni og barst í kjölfarið fjögur tölvubréf frá söngkonunni. Þar segir hún Blake besta eiginmann sem hægt sé að hugsa sér. "Við myndum aldrei meiða hvort annað. Taktu það til baka sem þú sagðir um okkur á síðunni." Hún heldur áfram og segir "Ég var að skera mig eftir að hann kom að mér á herberginu þar sem ég var við það að fara að taka inn eiturlyf. Hann sagði þá réttilega að ég væri ekki nógu góð fyrir hann og ég missti mig en hann bjargaði lífi mínu." "Gerðu það settu hið sanna inn, það er alveg nógu vont að þetta skuli hafa verið þarna svona lengi. Hann er að ganga í gegnum mjög erfiðan tíma núna. Hann er frábær maður sem bjargaði lífi mínu og hlaut skurði í þakklætisskyni," segir Amy Samkvæmt Daily mail er ljóst að mikið gekk á og ómuðu brothljóð og öskur frá hótelherberinu sem endaði með því að húsvörðurinn var kallaður til. Parið rauk þá út af hótelinu og urðu gestir vitni af því þegar Blake hljóp á eftir Amy. Hún húkkaði sér far og Blake hljóp á eftir bílnum. Hann ráfaði um göturnar í nokkurn tíma en náði svo sambandi við hana í gegnum síma. Seinna um kvöldið sást til þeirra halda utanum hvort annað. Fjölskylda unga parsins mun nú vera væntanleg til þeirra til að halda krísufund en sambærilegur fundur var haldinn fyrir skömmu sem endaði með því að parið skráði sig í meðferð en þau eru bæði talin háð hörðum fíkniefnum. Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Amy Winehouse ver bónda sinn eftir að bæði sást og heyrðist til heiftarlegra rifrilda þeirra á milli á hóteli í London. Fjöldi mynda náðist af parinu þar sem Blake Fielder-Civil , eiginmaður Amy, var allur klóraður á andliti og hálsi og Amy marin með gat á hnénu og blóðbletti á skónum. Perez Hilton konungur slúðursíðanna fjallaði um málið á hinni víðlesnu heimasíðu sinni og barst í kjölfarið fjögur tölvubréf frá söngkonunni. Þar segir hún Blake besta eiginmann sem hægt sé að hugsa sér. "Við myndum aldrei meiða hvort annað. Taktu það til baka sem þú sagðir um okkur á síðunni." Hún heldur áfram og segir "Ég var að skera mig eftir að hann kom að mér á herberginu þar sem ég var við það að fara að taka inn eiturlyf. Hann sagði þá réttilega að ég væri ekki nógu góð fyrir hann og ég missti mig en hann bjargaði lífi mínu." "Gerðu það settu hið sanna inn, það er alveg nógu vont að þetta skuli hafa verið þarna svona lengi. Hann er að ganga í gegnum mjög erfiðan tíma núna. Hann er frábær maður sem bjargaði lífi mínu og hlaut skurði í þakklætisskyni," segir Amy Samkvæmt Daily mail er ljóst að mikið gekk á og ómuðu brothljóð og öskur frá hótelherberinu sem endaði með því að húsvörðurinn var kallaður til. Parið rauk þá út af hótelinu og urðu gestir vitni af því þegar Blake hljóp á eftir Amy. Hún húkkaði sér far og Blake hljóp á eftir bílnum. Hann ráfaði um göturnar í nokkurn tíma en náði svo sambandi við hana í gegnum síma. Seinna um kvöldið sást til þeirra halda utanum hvort annað. Fjölskylda unga parsins mun nú vera væntanleg til þeirra til að halda krísufund en sambærilegur fundur var haldinn fyrir skömmu sem endaði með því að parið skráði sig í meðferð en þau eru bæði talin háð hörðum fíkniefnum.
Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira