Tölvuleikur varpar ljósi á hræðsluástand Valur Hrafn Einarsson skrifar 24. ágúst 2007 18:02 Þegar við fyllumst skelfingu minnkar hinn frjálsi vilji og hvatvísi tekur við. Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu. Rannsakendurnir sem birtu niðurstöður sýnar í vísindatímaritinu Science sögðu að þessi breyting væri nauðsynleg sjálfsbjargarviðleitni. Dr. Dean Mobbs einn af rannsakendunum sagði, "Án ótta myndu dýr ekki bregðast við hættu" Sjálfboðaliðar voru látnir spila tölvuleik sem svipar til hins fornfræga Pac-Man leiks. Þeir þurftu að stýra bláum þríhyrning í gegnum völundarhús og forðast að lenda í klónum á rauðum depil sem elti. Ef depillinn náði þríhyrningnum, fékk sjálfboðaliðinn raflost. Dr. Mobbs tók segulsneiðmyndir af heila þátttakenda á meðan þeir spiluðu leikinn. Myndirnar sýndu hvar mesta virknin var á hverjum tímapunkti. Þegar depillinn var í hæfilegri fjarlægð var mest virkni í framheilanum. Hann er virkur við kvíðaástand og hjálpar við að samræma leiðir til þess að komast hjá og forðast hættu. En eftir því sem depillinn nálgaðist jókst virknin í miðheilanum. Miðheilinn er frumstæður hluti heilans og stjórnar viðbrögðum sem stjórnast af eðlishvöt, eins og ákvörðuninni um að flýja eða berjast. "Þegar nauðsynlegt er að taka skjóta ákvörðun getur miðheilinn hamlað því að framheilinn geri það." sagði Dr. Mobbs. "Því nær sem hætta færist, því hvatvísari verða viðbrögð þín - og valda því að hinn frjálsi vilji minnkar", bætti hann við. Framheili nútímamannsins er mun stærri en í forfeðrum okkar, við höfum því þróast í þá átt að verða leiknari í að forðast hættulegar aðstæður, heldur Dr. Mobbs.Fréttavefur BBC greindi frá þessu í dag. Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu. Rannsakendurnir sem birtu niðurstöður sýnar í vísindatímaritinu Science sögðu að þessi breyting væri nauðsynleg sjálfsbjargarviðleitni. Dr. Dean Mobbs einn af rannsakendunum sagði, "Án ótta myndu dýr ekki bregðast við hættu" Sjálfboðaliðar voru látnir spila tölvuleik sem svipar til hins fornfræga Pac-Man leiks. Þeir þurftu að stýra bláum þríhyrning í gegnum völundarhús og forðast að lenda í klónum á rauðum depil sem elti. Ef depillinn náði þríhyrningnum, fékk sjálfboðaliðinn raflost. Dr. Mobbs tók segulsneiðmyndir af heila þátttakenda á meðan þeir spiluðu leikinn. Myndirnar sýndu hvar mesta virknin var á hverjum tímapunkti. Þegar depillinn var í hæfilegri fjarlægð var mest virkni í framheilanum. Hann er virkur við kvíðaástand og hjálpar við að samræma leiðir til þess að komast hjá og forðast hættu. En eftir því sem depillinn nálgaðist jókst virknin í miðheilanum. Miðheilinn er frumstæður hluti heilans og stjórnar viðbrögðum sem stjórnast af eðlishvöt, eins og ákvörðuninni um að flýja eða berjast. "Þegar nauðsynlegt er að taka skjóta ákvörðun getur miðheilinn hamlað því að framheilinn geri það." sagði Dr. Mobbs. "Því nær sem hætta færist, því hvatvísari verða viðbrögð þín - og valda því að hinn frjálsi vilji minnkar", bætti hann við. Framheili nútímamannsins er mun stærri en í forfeðrum okkar, við höfum því þróast í þá átt að verða leiknari í að forðast hættulegar aðstæður, heldur Dr. Mobbs.Fréttavefur BBC greindi frá þessu í dag.
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira