Erlent

16 ára drengur grunaður um morðið í Liverpool

Guðjón Helgason skrifar

Breska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsstrák sem er grunaður um að hafa myrt 11 ára dreng í Liverpool í fyrrakvöld.

Rhys Jones var skotinn í hálsinn á miðvikudaginn þegar hann var að spila fótbolta með vinum sínum á bílastæði í Liverpool. Vitni segja að morðinginn hafi verið á hjóli og með lamphúshettu sem huldi andlit hans. Hann skaut þremur skotum í átt að Rhys áður en hann hjólaði í burtu.

Tveir unglingspiltar, 14 og 18 ára, voru handteknir og yfirheyrðir í gær. Þeim var sleppt gegn tryggingu í morgun. Þá lýsti lögregla eftir morðingjanum. Sky fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að 16 ára unglingur væri í haldi lögreglu grunaður um morðið.

Morðið hefur vakið upp mikinn óhug í Bretlandi. Foreldrar Rhys litla, þau Melanie og Stephen, voru harmi slegin í sjónvarpsviðtali í morgun þar sem þau greindu frá harmi sínum. Þau sögðu Rhys ekki hafa tengst gengjum enda 11 ára og ekki þekkt slíkt. Líf hans hafi snúist um að spila fótbolta með vinum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×