Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2007 11:46 Kate McCann og Gerry maður hennar eru sökuð um að hafa orðið Madeleine litlu að bana. Mynd/ AFP Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn. Madeleine McCann Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn.
Madeleine McCann Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira