Erlent

Skýstrókur vekur athygli í Bogota

Guðjón Helgason skrifar

Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg.

Íbúum í Bogota, brá heldur en ekki í brún á föstudaginn þegar þeir horfðu á hvirfilbyl fara um hverfi í norðurhluta höfuðborgarinnar. Einn íbúi var snar í snúningum og festi skýstrókinn á filmu. Hvirfilbylir eru algengir í Bandaríkjunum - nær 800 að meðaltali á ári hverju og valda manntjóni og eyðileggingu oft á tíðum. Ekki svo í Kólumbíu og því vakti þessi sjón undrun og áhyggjur íbúanna.

Öllu vanari voru íbúar í Michiganríki í Bandaríkjunum sem hreinsuðu götur borga í gær eftir að skýstrókar fóru um eftir mikið þrumuveður. Verst var veðrið í úthverfum Deitroit. Ekki er vitað um alvarleg meiðsl á fólki en fjölmargar byggingar eyðilögðust. Útgöngubann er í gildi í Fenton norðvestur af Detroit af ótta við að fleiri skýstrókar fari um.

Hundruð þúsunda eru á rafmagns í fylkinu en það er ekki bara út af hvirfibyljum. Flætt hefur í Miðvesturríkjunum, auk Michigan hefur það gerst í Ohio og Illinois. Minnst einn hefur drukknað. Flóðviðvaranir eru í gildi í fjórtán sýslum í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir lætin í veðurguðunum lét eitt par í Ohio það ekki stöðva sig og gekk í það heilaga í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×