Fótbolti

Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma.

Ljóst er að Baldini mun fá langt bann fyrir þessa hegðun sína en hann mætti ekki á blaðamannafund eftir leikinn.

„Baldini ætti að skammast sín. Ef hann væri þjálfari hjá okkur yrði hann rekinn á staðnum. Ég hef verið í mörg ár í kringum fótboltann en hef aldrei upplifað annað eins. Ef við getum ekki hegðað okkur getum við ekki krafist þess að áhorfendur geri það," sagði Tommaso Ghirardi hjá Parma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×