Birgir: Ætla mér að vera undir parinu 30. ágúst 2007 14:32 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á parinu í dag á Johnny Walker mótinu í Skotlandi. Hann hefur einu sinni áður leikið Gleneagles völlinn sem hannaður var af Jack Nicklaus en það var fyrir sex árum sem Birgir lék völlinn síðast. Birgir sagði í samtali við Kylfing.is að aðstæður hefðu verið fínar í morgun, nánast enginn vindur og þægilegar vallaraðstæður. ,,Ég var sáttur við minn leik í dag og var aldrei í tiltölulegum vandræðum. Það vantaði bara að púttin myndu detta hjá mér og ég var í fullt af fuglafærum sem vildu ekki í holuna. Þessi tvö bogey sem ég fékk voru frekar klaufaleg eins og þau eru yfirleitt," sagði Birgir. ,,Ég ætla mér að vera undir parinu í þessu móti en það getur allt breyst á morgun en ég mun gera eins vel og ég get og við sjáum bara hvað kemur út úr því. Völlurinn er hörku bani og umgjörðin hérna er flott. Nicklaus hannaði völlinn og ber hann þess merki, svolítið amerískt lúkk á þessu með löngum brautum. Þetta er alvöru völlur," sagði Birgir sem núna er í 62. sæti í mótinu ásamt fleiri kylfingum en fyrsta keppnisdegi er enn ekki lokið svo lokastaða Birgis eftir fyrsta dag skýrist ekki fyrr en líður á daginn. Kylfingur.is Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á parinu í dag á Johnny Walker mótinu í Skotlandi. Hann hefur einu sinni áður leikið Gleneagles völlinn sem hannaður var af Jack Nicklaus en það var fyrir sex árum sem Birgir lék völlinn síðast. Birgir sagði í samtali við Kylfing.is að aðstæður hefðu verið fínar í morgun, nánast enginn vindur og þægilegar vallaraðstæður. ,,Ég var sáttur við minn leik í dag og var aldrei í tiltölulegum vandræðum. Það vantaði bara að púttin myndu detta hjá mér og ég var í fullt af fuglafærum sem vildu ekki í holuna. Þessi tvö bogey sem ég fékk voru frekar klaufaleg eins og þau eru yfirleitt," sagði Birgir. ,,Ég ætla mér að vera undir parinu í þessu móti en það getur allt breyst á morgun en ég mun gera eins vel og ég get og við sjáum bara hvað kemur út úr því. Völlurinn er hörku bani og umgjörðin hérna er flott. Nicklaus hannaði völlinn og ber hann þess merki, svolítið amerískt lúkk á þessu með löngum brautum. Þetta er alvöru völlur," sagði Birgir sem núna er í 62. sæti í mótinu ásamt fleiri kylfingum en fyrsta keppnisdegi er enn ekki lokið svo lokastaða Birgis eftir fyrsta dag skýrist ekki fyrr en líður á daginn. Kylfingur.is
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira