Tónlist

Mezzoforte til Köben

Mezzoforte
Mezzoforte MYND/365

Sigurður Kolbeinsson sem er í forsvari fyrir Hótelbókanir í Kaupmannahöfn mun standa fyrir tónleikum með hljómsveitinni Mezzoforte á skemmtistaðnum Vega í Kaupmannahöfn þann 25. apríl næstkomandi.

Tónleikarnir verða haldnir í tilefni þess að 25 ár verða liðin frá útgáfu plötunnar Garden Party með Mezzoforte. Sigurður segir tónleikana stílaða inn á Dani enda sé hljómsveitin þekkt meðal þeirra. Tónleikarnir verða þó opnir öllum.

Daginn áður, eða þann 24. apríl, mun Sigurður svo standa fyrir dinnertónleikum á Cirkus en slíkir tónleikar voru haldnir með Stuðmönnum og Sálinni í fyrra. Sigurður segir þá tónleika aðallega hugsaða fyrir Íslendinga. Tónleikana ber upp á sumardaginn fyrsta og er hugmyndin að skapa hefð og halda þann dag hátíðlegan í Köben. Ekki er enn orðið ljóst hvaða hljómsveitir koma fram en það verður að sögn Sigurðar tilkynnt á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.