Syngjandi upptakarar 5. september 2007 13:45 Einar Baldvin Arason hefur gaman af allri tækni og heldur mikið upp á leysilampann góða. MYND/GVA Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður finnur endalaus tækniundur á uppboðssíðunni eBay. „Laserpod er ein uppáhaldsgræjan mín. Þetta er svona leysilampi sem virkar eins og nútímalegur lavalampi og er líka handhægt leysisjóv. Þetta virkar best með reykvélina í gangi í dimmu herbergi en það gerist því miður ekki alveg nógu oft hjá mér. Síðan er hægt að framkalla enn betri stemningu með tónlist undir," segir Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður sem segir lampann vera magnaðan þegar hann er kominn í gang. „Ljósin fljúga út um allt og vekja rosaleg áhrif enda er laserpod alveg málið núna, því Ipod er svo 2004," segir Einar Baldvin hlæjandi. Einar bæði tekur og framleiðir innslög hjá Sjónvarpinu ásamt því að klippa og liggur þá löngum stundum yfir klippiforritinu AVID. „Ég hef mestmegnis notað PC en núna ákvað ég að bregða út af vananum og var að panta mér MacBook sem er á leiðinni til landsins. Ég hef heyrt að það sé mjög þægilegt að vinna á makkann og í mínu starfi er gott að vera hæfur á bæði," segir Einar Baldvin og bætir við: „Ég hef þó mest gaman af litlum heilalausum tæknigræjum sem ég finn á eBay og get leikið mér að þegar ég er ekki í vinnunni." Að eigin sögn er Einar Baldvin forfallinn eBay-fíkill og fékk einmitt leysilampann þar. „Það má segja að hver einasti dagur sé eins og jól þegar ég er með pakka á leiðinni frá eBay," segir Einar Baldvin hlæjandi sem vinnur að því að innrétta heimilið sem leikvöll fyrir fullorðinn strák. „Ég er með fótboltaspil og margar litlar tæknigræjur frá eBay auk þess að vera með Playstation 2. Við hittumst síðan átta saman og spilum með skjávarpann í gangi og laumum kannski inn einum bjór á meðan," segir Einar Baldvin. Auk leysilampans hefur Einari fengið á eBay lyklakippur sem geta spilað gítarsóló og syngjandi upptakara. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi verið tölvunörd sem krakki og að þannig sé það jafnvel enn. „Ég spilaði mikið á Amstrad sem krakki og þá einhvern vetraríþróttaleik og síðan tók Nintendo við. Ég er enn í íþróttunum og uppáhaldsleikurinn í dag er fótboltaleikurinn Pro Evolution Soccer," segir Einar Baldvin og bætir við: „Það má samt segja að ég sé svona alhliða tækniáhugamaður og á erfitt með að gera upp á milli. Enda er aðalatriðið bara að hafa gaman að þessu." Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður finnur endalaus tækniundur á uppboðssíðunni eBay. „Laserpod er ein uppáhaldsgræjan mín. Þetta er svona leysilampi sem virkar eins og nútímalegur lavalampi og er líka handhægt leysisjóv. Þetta virkar best með reykvélina í gangi í dimmu herbergi en það gerist því miður ekki alveg nógu oft hjá mér. Síðan er hægt að framkalla enn betri stemningu með tónlist undir," segir Einar Baldvin Arason kvikmyndagerðarmaður sem segir lampann vera magnaðan þegar hann er kominn í gang. „Ljósin fljúga út um allt og vekja rosaleg áhrif enda er laserpod alveg málið núna, því Ipod er svo 2004," segir Einar Baldvin hlæjandi. Einar bæði tekur og framleiðir innslög hjá Sjónvarpinu ásamt því að klippa og liggur þá löngum stundum yfir klippiforritinu AVID. „Ég hef mestmegnis notað PC en núna ákvað ég að bregða út af vananum og var að panta mér MacBook sem er á leiðinni til landsins. Ég hef heyrt að það sé mjög þægilegt að vinna á makkann og í mínu starfi er gott að vera hæfur á bæði," segir Einar Baldvin og bætir við: „Ég hef þó mest gaman af litlum heilalausum tæknigræjum sem ég finn á eBay og get leikið mér að þegar ég er ekki í vinnunni." Að eigin sögn er Einar Baldvin forfallinn eBay-fíkill og fékk einmitt leysilampann þar. „Það má segja að hver einasti dagur sé eins og jól þegar ég er með pakka á leiðinni frá eBay," segir Einar Baldvin hlæjandi sem vinnur að því að innrétta heimilið sem leikvöll fyrir fullorðinn strák. „Ég er með fótboltaspil og margar litlar tæknigræjur frá eBay auk þess að vera með Playstation 2. Við hittumst síðan átta saman og spilum með skjávarpann í gangi og laumum kannski inn einum bjór á meðan," segir Einar Baldvin. Auk leysilampans hefur Einari fengið á eBay lyklakippur sem geta spilað gítarsóló og syngjandi upptakara. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi verið tölvunörd sem krakki og að þannig sé það jafnvel enn. „Ég spilaði mikið á Amstrad sem krakki og þá einhvern vetraríþróttaleik og síðan tók Nintendo við. Ég er enn í íþróttunum og uppáhaldsleikurinn í dag er fótboltaleikurinn Pro Evolution Soccer," segir Einar Baldvin og bætir við: „Það má samt segja að ég sé svona alhliða tækniáhugamaður og á erfitt með að gera upp á milli. Enda er aðalatriðið bara að hafa gaman að þessu."
Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira