Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið.