Erlent

Sharif snýr heim

Guðjón Helgason skrifar

Musharraf, forseti Pakistans, óttast endurkomu eins höfuð andstæðings síns á morgun. Sá ætlar að koma forsetanum frá völdum. Músaraff hefur látið handtaka tvö þúsund stuðningsmenn hans og hert gæslu á flugvellinum í höfuðborginni.

Það er endurkoma Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, sem vekur ugg í brjósti forsetans. Sharif hefur verið í útlegð í Bretlandi frá 1999 þegar Musharraf herforingi hrifsaði til sín öll völd í landinu.

Sharif hefur heitið því að binda enda á valdatíð Musharrafs. Kosið verður í landinu í lok ársins og ætlar Sharif að bjóða sig fram.

Forsetinn hefur látið herða öryggisgæslu á flugvellinum í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, og látið handtaka rúmlega tvö þúsund stuðningsmenn Sharifs.

Endurkoma hans mesta ógn við Músharraf síðan hann hrifsaði til sín völd í landinu. Vinsældir forsetans hafa minnkað tölvuert síðustu mánuði.

Músharraf hefur reynt að afla sér stuðnings með því að semja við Benazir Bhutto, fyrrverandi forseta, sem einnig hefur verið í útlegð á Englandi. Þau hafa reynt að semja um það að hann haldi forsetaembættinu og hún verði forsætisráðherra - ekki hafa þau þó náð saman. Bhutto hefur sagt að hún snúi heim þrátt fyrir að handtökuskipun á hendur henni sé í gildi en hún hröklaðist frá völdum vegna ásakana um spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×