Erlent

Rauðu símaklefarnir hverfa í Bretlandi

Óli Tynes skrifar
Gömlu rauðu símaklefarnir eru ósköp notaleg sjón.
Gömlu rauðu símaklefarnir eru ósköp notaleg sjón.

Útlit er fyrir að rauðu símaklefarnir í Bretlandi séu að renna sitt skeið. Breska símafélagið vill losna undan rekstri þeirra. Þeir eru enda reknir með dúndrandi tapi nú þegar níu af hverjum tíu Bretum yfir 13 ára aldri eiga farsíma. Víst er þó að símaklefarnir setja svip sinn á borgir og bæi, og þeirra verður saknað.

Fyrsti rauði símaklefinn var settur upp í Lundúnum árið 1926. Eins og rauðu strætisvagnarnir hafa þeir verið tákn borgarinnar í áratugi. Breska símafélagið hefur líka halað inn milljarða króna á rekstri þeirra. En nú eru breyttir tímar. Símafélagið getur þó ekki bara lokað klefunum því þeir heyra enn undir almannaþjónustu. Sem einkaleyfishafi hefur félagið skyldum að gegna.

Það er þó hætt við því að þessir vinalegu rauðu póstar hverfi smámsaman af götunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×