Formúla 1

Alonso ætlar ekki að yfirgefa McLaren

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður heimsmeistarans Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 vísar því á bug að skjólstæðingur hans ætli sér að yfirgefa herbúðir liðsins eins og talað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann neitar því þó ekki að Alonso sé óánægður með stöðu mála hjá liðinu.

"Alonso er með samning við liðið og er því ekki í viðræðum við nein önnur lið. Hann ætlar að halda áfram hérna enda getur hann ekki annað," sagði umboðsmaðurinn. Mikið hefur verið rætt um meint ósætti Alonso við forráðamenn McLaren undanfarið. Liðinu var kastað út úr keppni bílasmiða á dögunum eftir að liðsmenn gerðust sekir um njósnir. Þá var liðið sektað um 100 milljónir dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×