Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu 16. september 2007 13:50 NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag. Formúla Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Körfubolti Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji. Raikkönen leiddi keppni dagsins frá fyrsta hring þar sem þeir Alonso og Hamilton háðu æsilega baráttu um þriðja sætið á fyrsta hringnum, en heimsmeistarinn náði að halda þriðja sætinu og Hamilton varð fjórði. Raikkönen er nú 13 stigum á eftir Hamilton í keppni ökuþóra og enn eru 30 stig eftir í pottinum. Hamilton hefur 92 stig á heimsmeistaramótinu, Alonso hefur 89, Raikkönen 74 og Felipe Massa hefur 69 stig. Sigur Raikkönen á Spa í dag var hans þriðji í röð á þessari braut - sem almennt er álitin ein besta kappakstursbraut í heiminum. Raikkönen var aldrei í sérstökum vandræðum með að halda fyrsta sætinu eftir að hafa náð ráspól í gær en McLaren bílarnir áttu engin svör við góðum Ferrari-bílunum í dag.
Formúla Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Körfubolti Juventus í Meistaradeildarsæti Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Körfubolti